Vinsæla danska jólaveislan snýr aftur! Fosshótel Stykkishólmur býður uppá sannkallaða danska jólaveislu beint á borðið. Flestir kannast við danska daga sem hafa verið haldnir í Stykkishólmi á hverju sumri allt frá árinu 1994 og er ein af elstu bæjarhátíðum bæjarins. Það er til að minna á dönsk tengsl bæjarins en fyrr á öldum voru hér m.a. starfandi danskir kaupmenn, læknir og lyfsali sem rak danskt apótek í bænum. Danska jólaveislan verður á Fosshótel Stykkishólmi alla daga frá 25. nóvember til og með 19. desember.
This event has passed.