Það styttist í jól, Þorláksmessa í dag. Þorláksmessa er haldin til minningar um Þorlák hinn helga Þórhallsson biskup í Skálholti. Hann lést 23. desember 1193 messudagur tekinn upp í kaþólskum sið honum til heiðurs og lögleiddur 1199.

Jóhannes Páll páfi II útnefndi Þorlák verndardýrling Íslands með tilskipun 14. janúar 1984 og er hann um leið verndari Kristskirkju í Reykjavík. Þorlákur er eini íslenski dýrlingurinn í kaþólskri trú sem hefur hlotið staðfestingu páfa.

Á seinni tímum hefur Þorláksmessa orðið hluti af jólaundirbúningnum. Margir ljúka við að skreyta hús og híbýli og aðrir hafa þann sið að skreyta jólatréð á þessum degi.

Fyrir marga er skatan að vestan rík hefð á Þorláksmessu og svo eru sumir sem sjóða hangiketið í dag eftir skötusuðuna og skipta síðan um á rúmum!