Það er óþarfi að láta sér leiðast á aðventunni eða á öðrum tímum því það er hægt að sækja sér fróðleik, fagurbókmenntir og afþreyingu á bókasöfnum sveitarfélaganna. Bókasöfnin eru í Snæfellsbæ, Grundarfirði og Stykkishólmi. Opnunartími safnanna er misjafn og svo eru áhrif Covid nokkur.

Víða á netinu má finna upplestra frá rithöfundum og þýðendum og bendum við áhugasömum á bókaútgáfurnar sem allflestar bjóða upp á upplestur höfunda á netinu. Borgarbókasafnið býður upp á aðventudagatal þar sem hinir og þessir höfundar lesa fyrir áhorfendur.

Bókasöfnin okkar á Snæfellsnesi bjóða einnig upp á dagsrká og má finna upplýsingar um þau á Facebooksíðum safnanna sem eru hér fyrir neðan.

Jóladagatal Borgarbóksafns Reykjavíkur
Höfundar og þýðendur lesa úr bókum sínum.

Barnabókin bætir!

Á bókasöfnum finnur þú fullt af fróðleik!
 • Stúfur og jólasveinninn – Brian Pilkington
 • Jólagrauturinn – Sven Nordquist
 • Jólasveinarannsóknin – Benný Sif Ísleifsdóttir
 • Jólasögur af Frans – Christine Nöstlinger
 • Snjósystirin – Maja Lunde
 • Jólastundir – Dagatal fyrir skapandi fjölskyldur
 • Jólasveinarnir – Iðunn Steinsdóttir
 • Þegar Trölli stal jólunum – Dr. Seuss

Unglingar lesa líka

Kannaðu málið á bókasafninu

Hvernig væri að taka sér bók í hönd?

 • Artemis Fowl – Eoin Colfir
 • 40 vikur – Ragnheiður Gestsdóttir
 • Villueyjar – Ragnheiður Eyjólfsdóttir
 • Ég gef þér sólina – Jandy Nelson

Með bók í hönd

Gæðastund með góða bók

Er langt síðan þú fórst á bókasafnið?

 • Jóladraumur – Charles Dickens
 • Aðventa – Gunnar Gunnarsson
 • Dag einn í desember – Josie Silver
 • Dagbók Bridget Jones – Helen Fielding
 • Aðventa – Stefán Máni

Amtsbókasafnið Stykkishólmi

Ráðstafanir vegna Covid19

Samkvæmt fyrirmælum almannavarna er því miður ekki boðið upp á dagblöð, kaffi eða leikföng fyrir börn.
Allar bækur sem koma inn á safnið eru þrifnar áður en þær fara aftur í útlán. Starfsfólk gætir fyllsta hreinlætis og snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega.

Starfsemi og þjónusta
Útlán bóka og annarra gagna. Upplýsingaþjónusta og millisafnalán. Aðgangur að Interneti og ritvinnslu fyrir almenning.
Jólasveinalestur

Alla aðventuna verður boðið upp á jólasveinalestur. Þeir krakkar sem lesa 5 jólabækur fá jólabókamerki.

Bókasafn Snæfellsbæjar

Bókasafn Snæfellsbæjar áfram lokað en hægt að panta bækur

Bókasafn Snæfellsbæjar verður áfram lokað til 9. desember, en þá verður staðan tekin með tilliti til þeirra sóttvarnarreglna sem verða í gildi á þeim tíma. Meginástæða þess að bókasafnið verður lokað er sú að þar eru mikil þrengsli og loftræsting ekki góð.

Við viljum samt minna gesti bókasafnsins á að bókavörðurinn okkar er í vinnu og hægt er að panta tíma innan hefðbundins opnunartíma til að koma á bókasafnið. Jafnfræmt er hægt að hafa samband við hana til að panta bækur og sækja þær á bókasafnið eftir samkomulagi.

Síminn hjá Fríðu, bókaverði, er 893-3442, en einnig er hægt að hafa samband í tölvupósti á smyrill1@simnet.is eða bokasafn@snb.is

Opnunartími bókasafns veturinn 2020/2021:

Mánudaga frá 16:00 – 18:00
Þriðjudaga frá 10:00 – 13:00 og 20:00 – 22:00
Miðvikudaga frá 16:00 – 18:00
Fimmtudaga frá 10:00 – 13:00
Föstudaga frá 13:00 – 15:00

Bókasafn Grundarfjarðar

Gagnlegar slóðir:

Leitarvefur: https://leitir.is/

Helstu hjálpartæki bókasafnanna: Leitarvefur: https://leitir.is

Bókatíðindi 2020: bit.ly/bokatidindi_2020.

Rafbókasafnið: https://rafbokasafnid.overdrive.com/.
Aðgangur er innifalinn í aðgangi að almenningsbókasafni. Rafbækur og hljóðbækur. Því miður lítið úrval af nýju efni.Notandanafn og lykilorð á bókasafninu.

Stafrænt safn myndaðra blaðsíðna  tímaritum frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi.
https://timarit.is/