Síðasliðinn sunnudag, þann 29. nóvember, var birtur fyrsti hluti af fjórum af „Jólalög á aðventunni“.

Leitað var til Grundfirðinga, sem heyrst hafði, að gætu sungið og óskað eftir þátttöku þeirra. Að vonum voru allir sem leitað var til viljugir til að stíga út fyrir þægindahringinn sinn og taka þátt og erum við þeim ótrúlega þakklát.

Það er Listvinafélag Grundarfjarðarkirkju í samstarfi við Grundarfjarðarbæ sem eiga heiðurinn af þessari tónleikaröð sem birt verður, nokkur lög í senn, kl. 19 á hverjum sunnudegi fram til jóla.

Sérstakir lokatónleikar verða svo sýndir kl. 20 á Þorláksmessukvöldi – Tilvalið að setjast niður eftir skötu og hlusta á ljúfa tóna.

Á þriðja í aðventu verður Aðventukvöld Kirkjukórs Grundarfjarðarkirkju birt, sjá nánar hér.

Lögin verða birt á Youtube síðu Grundarfjarðarbæjar. Íslensku jólalögin sem hlýja okkur um hjartarætur sem og sérstakur flutningur á Pólsku urðu fyrir valinu – og hlökkum við til að deila þeim með ykkur.

Næstu jólalög verða birt sunnudaginn 6. desember kl. 19!

Njótum saman í desember, heima með okkar nánustu.