Mynd: Sundlaug Grundarfjarðar

Líkt og sundgestir víða um land hafa tekið eftir þá opnuðu sundlaugar aftur 10. desember. Þá er bara að drífa sig!
  • Sundlaug Grundarfjarðar er opin virka daga 17-21 og laugardaga 13-17. Heitu pottarnir tveir eru opnir, sundlaguin er köld en klórdælan í gangi svo hún er hrein og sannkallað ævintýri að skella sér út í! Tímapantanir fara eingöngu fram í gegnum síma 430-8564 – og fólk beðið að láta vita hvað það vill vera sirka lengi ofaní, 1, 1,5 eða 2 klst. Það er að sjálfsögðu líka í boði að  kanna málið á staðnum hvort það sé laust. Í litla pottinum er pláss fyrir einn einstakling eða eina fjölskyldu eða jólakúluhóp. Í stóra pottinum er pláss fyrir tvo staka einstaklinga eða eina fjölskyldu eða jólakúluhóp. Börn fædd árið 2005 og síðar eru alltaf velkomin og þurfa ekki að panta. https://www.facebook.com/sundlauggrf/
  • Sundlaug Stykkishólms er opin virka daga 7:05 – 22:00 laugardaga og sunnudaga 10-17. 2ja metra regla í fullu gildi og grímuskylda í klefum og anddyri. https://www.facebook.com/sundlaugstykkisholms
  • Sundlaug Snæfellsbæjar í Ólafsvík er opin 7:30 – 21:00 virka daga og laugardaga og sunnudaga 10 – 17. Heimild er fyrir 30 sundlaugargesti í einu. Ákvæði um fjöldatakmörkun taka ekki til barna sem fædd eru 2005 og síðar.  Grímuskylda er í anddyri og klefum. https://www.facebook.com/%C3%8D%C3%BEr%C3%B3ttah%C3%BAs-og-sundlaug-Sn%C3%A6fellsb%C3%A6jar-1484589058489810