Veðurfarið er þannig að sennilega er tilvalið að skella á sig stígvélunum áður en farið er til skógar. Hlýindi eru á Snæfellsnesi þessa dagana og ekkert sem stendur í veginum að bregða undir sig betri fætinum og nálgast jólatré hjá Skógræktarfélögunum á Snæfellsnesi. Skógræktarfélag Ólafsvíkur og félagar í UMF Víkings/Reynis verða á staðnum í Fjárréttinni í Ólafsvík í dag, mánudag og á morgun, þriðjudag milli kl. 17-19 við jólatrjáaverkefni sitt. Minnum á persónubundnar sóttvarnir og fjarlægðmörk.

Leitast verður við að skapa skemmtilega jólastemningu – boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur auk þess sem vitað er að jólasveinar verða eitthvað á ferðinni og gleðja börnin og félagar úr Sagnaseiði Snæfellsness segja sögur

Laugardaginn 19. desember verður jólatréssala í Sauraskógi í Helgafellssveit á vegum Skógræktarfélags Stykkishólms frá kl. 11-15.