• Tökum fjölnota pokann með okkur í öll innkaup og sleppum óþarfa umbúðum.
  • Gefum upplifanir og gjafir úr heimabyggð.
  • Skipuleggjum innkaupin og drögum úr sóun.
  • Veljum umhverfismerkt hreinsiefni eða jafnvel umhverfisvæn, t.d. edik og sítrónusafa. Leiðbeiningar!
  • Verum raunsæ við eldamennsku og bakstur, nýtum afganga og sóum ekki ljúffengum mat.
  • Jólagjafir er hægt að gefa í fallegum taupokum, í skreyttum kössum sem hægt er að nota aftur eða jafnvel dagblöðum sem falla til á heimilinu.
  • Flokkum allt rusl og komum því í réttan farveg
  • Allur jólagjafapappír fer í endurvinnslutunnuna en gjafaborðar og límbönd ekki.
  • Hreyfum okkur og njótum náttúrunnar
  • Sýnum þakklæti og verum góð við hvert annað.