Það eru áskoranir að halda uppi viðburðum á tímum sem þessum, enn og aftur. En þetta kunnum við mæta vel og heilmargt sem hægt er að gera þrátt fyrir takmarkanir.

 • Það er hægt að klæða sig vel og fara út í veðrið með kakó á brúsa
 • Það er hægt að skella sér í lognið á skógræktarsvæðum Snæfellsness
 • Vasaljósaganga í myrkrinu
 • Veður fyrir skauta! Hvernig væri að rifja upp skautakunnáttuna á vötnum Snæfellsness?
 • Sjósund? Grundarfjörður – Stykkishólmur: Fylgist með sjósundshópunum og tímasetningum og sláist í hressan hóp!
 • Ratleikir: Leitum að rauðum jólakúlum í Grensás við Stykkishólm – Svo er lítið mál að búa til sinn eigin ratleik! T.d. hér: https://en.actionbound.com/
 • Frisbígolf eða bara Golf?
 • Taka upp podcast? Hvernig væri það? Ókeypis hugbúnaður á https://anchor.fm/ hægt að nota farsímann og dreifa svo á Spotify! Af hverju ekki?
 • Hagyrðingahorn: Semja vísur og deila og jafnvel skora á ættingja og vini?
 • Netskrafl! https://netskrafl.is/greet
 • Leikir á netinu: snilld.is
 • Afþreyning tengd jólum hér: https://www.whychristmas.com/fun/
 • Íslenskur orðaleikur á netinu! https://orda.is/
 • Karókí!! Hvernig væri það?  Hér eru 75 lög sem koma þér í gott skap!! https://parade.com/946264/parade/happy-songs/
 • Hefurðu gaman af fikti? Þá er sniðugt að skoða hér.. https://borgarbokasafn.is/um-verkstaedi/fiktvarpid
 • Svo má teikna, lita, mála, baka, sauma, prjóna, smíða, þrífa :/ –