Leikhús & bíó

Efnisveitur í sjónvarpinu, gömlu góðu DVD diskarnir (kannski er eitthvað til á bókasöfnunum) VHS spólur! – Það er alvöru!

Hvernig væri að búa til leikrit eða bíó? Innblástur er nægur t.d. á listfyriralla.is

Sarpurinn á ruv.is

 

Fjölskyldufjör

Það er svo margt til úti á hinu stóra Interneti. Hugmyndalisti að spilum og leikjum sem hægt er að taka þátt í saman er að finna á adventa.snaefellsnes.is

Leyfum skáldagáfunni að njóta sín – semjum jólalegan söngtexta við okkar uppáhaldsjólalag nú eða bætum um betur og semjum lag af þessu tilefni! Spurning um að leyfa nágrönnum að njóta? Deila og merkja #snaefellsnes

Horfum saman á sjónvarpið – Slökkvum á snjalltækjunum á meðan!

Föndur! Hvernig væri að föndra saman? Mögulega hægt að endurnýta gamalt skraut og gefa því nýtt líf?

Bakstur eða konfektgerð! Ómissandi gúmmilaði á aðventunni.

Jólabusl! Sjósund, sundlaugarnar ef þær eru opnar, heiti pottuirnn heima eða hjá vinum? Kannski bara gott freyðibað heima?

Náttúruleg leiksvæði bæta ónæmiskerfið!
Allir út að leika!

Úti

Förum á fallegustu kaffihús veraldar. Leiðin liggur til fjalla af öllu stærðum og gerðum, í bakpokann fer kakó, kaffi eða te og nesti – kannski smákökur? Njótum náttúrunnar.

Göngum í skógræktinni með heitt á brúsanum og nokkrar smákökur, tínum köngla og efni í jólaskrautið.

Skreytum utandyra – Má ekki alltaf bæta við?

Heimsækjum Þjóðgarðinn okkar, Snæfellsjökul og skoðum áningastaðina sem hafa verið byggðir upp og jafnvel hlotið verðlaun!

Jóladýr, tökum jólamynd af dýrunum okkar og gleðjum nágranna og vini – muna að merkja með #snaefellsnes. Mögulega komast myndir í lukkupott!

Viðrar til að taka fram skauta, sleða eða skíði?

 

 

 Tónlist og skapandi skrif

Hvernig væri að halda tónfund heima í stofu og streyma til vina og vandamanna? Nú eða út í heim?

Býr í þér skáld? Kanntu jólasögu, þjóðsögu eða einhverja aðra sögu sem þú vilt segja frá eða birta textann?