Opnun á sýningu um matarframleiðendur á Snæfellsnesi í Gestastofu Snæfellsness á Breiðabliki. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes leiðir verkefni um markaðssetningu ábyrgra matvæla af Snæfellsnesi og liður í því verkefni er kynning á samstarfsaðilum. Sýningin verður svo opin alla daga á opnunartíma Gestastofunnar (a.m.k. frá 10 – 17). Markaður með mat og handverk af Snæfellsnesi er opinn á sama stað og sama tíma. Matarverkefni Svæðisgarðsins verða kynnt. Einnig verður boðið upp á streymi af kynningunum fyrir þá sem frekar vilja fylgjast með í gegn um tölvu.