Sunnudagur 12. desember – Mælum með að fjölskyldan fari í göngu á Rauðhól, en Rauðhóll er formfagur gjallgígur sem myndaðist við eldgos fyrir um 5-8000 árum. Stikuð hringleið liggur um Rauðhól og er leiðin um 2,3 km og tekur um 45 mínútur til 1 klst að ganga þá leið. Leiðin er merkt nr. 10 í gönguleiðabæklingi þjóðgarðsins. Hafa ber þó í huga að ef snjór er mikill getur vegurinn upp í Eysteinsdal og að Rauðhól orðið ófær.
Hafa þarf í huga að athuga með aðstæður og veður áður en farið er í göngu, vera klædd eftir veðri, fara varlega og njóta góðrar útiveru.
Upplýsingar um fleiri gönguleiðir er að finna í gönguleiðabæklingi okkar bæði styttri og lengri gönguleiðir.