Sunnudagur 19. desember – Jólasveinaganga á Malarrifi kl: 13:00. Veit jólasveininn eitthvað um Malarrif og þjóðgarðinn? Eða mun hann bara segja hrakfallasögur af jólasveinum, grýlu og leppalúða? Komdu með í jólasveinagöngu en hún tekur um 45 – 60 mínútur. Allir velkomnir.
Hafa þarf í huga að athuga með aðstæður og veður áður en farið er í göngu, vera klædd eftir veðri, fara varlega og njóta góðrar útiveru.
Upplýsingar um fleiri gönguleiðir er að finna í gönguleiðabæklingi okkar bæði styttri og lengri gönguleiðir.